Tap gegn sterku liði Slóvena

Almar Atlason.
Almar Atlason. Ljósmynd/FIBA

Ísland tapaði gegn Slóveníu í dag, 98:68 í þriðja leik liðsins í A-deild á Evrópumóti U20 karla í körfubolta.

Ísland komst aldrei yfir en Slóvenía var með tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 29:19 og staðan var svo 58:41 í hálfleik. Slóvenar héldu áfram að bæta við og eftir þriðja leikhluta var staðan 77:53. Þeir náðu svo mest 37 stiga forystu í fjórða leikhluta en Ísland minnkaði muninn í 30 stig.

Almar Atlason var stigahæstur með 14 stig, Ágúst Kjartansson, Tómas Valur Þrastarson, Elías Bjarki Pálsson og Friðrik Leo Curtis voru svo allir með tíu stig.

Ísland vann Svartfjallaland en tapaði gegn Lit­há­en í D-riðli og er nú í öðru sæti í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert