Nýliðarnir með pennann á lofti

Hana Ivanusa.
Hana Ivanusa. Ljósmynd/Hamar-Þór

Ham­ar-Þór er að undirbúa sig fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna í körfubolta og hefur verið með pennann á lofti.

Hana Ivanusa er nýjasti leikmaður þeirra en hún er frá Slóveníu og kemur til liðsins frá Jezica í heimalandinu.

Hún er 20 ára framherji og hefur spilað með yngri landsliðum Slóveníu og svo með A-landsliði Slóveníu á Eurobasket síðasta sumar.

„Við erum fullviss um að Hana muni smellpassa í unga og efnilega liðið okkar sem er nú að verða fullmótað fyrir spennandi tímabil í deild þeirra bestu, úrvalsdeildinni,“ stóð í tilkynningu liðsins á samfélagsmiðlum.

Breska Teresa Da Silva og Abby Beeman frá Bandaríkjunum skrifuðu undir hjá Hamar-Þór undir lok júní og fyrir það gerði félagð samning við íslensku leikmennina, Önnu Soffíu Lárusdóttir og Bergdísi Önnu Magnúsdóttir 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert