Grátlegt tap íslenska liðsins

Íslenska liðið var grátlega nærri sæti í átta liða úrslitum …
Íslenska liðið var grátlega nærri sæti í átta liða úrslitum EM. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U20 ára landslið karla í körfubolta var grátlega nálægt því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins kvöld er liðið tapaði fyrir Belgíu, 74:73, í miklum spennuleik í Gdynia í Póllandi.

Ísland fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokin en síðasta skot íslenska liðsins geigaði og því fór sem fór.

Í stað þess að fara í átta liða úrslit spilar íslenska liðið um sæti 9.-16. Liðið mætir Serbíu í fyrsta leik þeirrar keppni á morgun.

Almar Orri Atlason var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig og þeir Ágúst Goði Kjartansson og Tómas valur Þrastarson komu næstir með 18 stig hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert