Litháíski körfuboltamaðurinn Arvydas Gydra tekur slaginn með Haukum í úrvalsdeild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili.
Hann er 34 ára gamall, 2,05 m á hæð, og er framherji. Hann hefur síðustu tvö tímabil spilað með Flyers Wels í Austurríki en liðið komst í 8-liða úrslit á síðasta tímabili og Gydra skilaði að meðaltali 13 stigum og 4,5 fráköstum í leik.
„Gydra tikkar í boxin sem við viljum fá í fjarkanum okkar í vetur. Hann er hávaxinn með reynslu úr mismunandi deildum Evrópu, staðið sig vel alls staðar og búið sér til flottan feril, byggt á því að vera framúrskarandi þriggja stiga skytta,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari liðsins, í tilkynningu.