Serbar of sterkir fyrir íslenska liðið

Almar Atlason var stigahæstur í íslenska liðinu.
Almar Atlason var stigahæstur í íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U20 ára karlalandsliðið í körfubolta máttu þola stórt tap fyrir jafnöldrum sínum frá Serbíu, 101:79, í baráttunni um níunda sætið í A-deild Evrópumótsins í Gdynia í Póllandi í dag. 

Ísland mun því spila um 13. til 16. sætið en tvö neðstu sætin falla niður í B-deildina. 

Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og var fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 26:22. 

Serbar voru sterkari í öðrum leikhluta, náðu forskotinu og fóru fimm stigum yfir til búningsklefa, 51:46. 

Í seinni hálfleik var serbneska liðið mun sterkara og vann að lokum 22 stiga sigur. 

Almar Atlason skoraði 20 stig fyrir Ísland en hann tók einnig tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Tómas Valur Þrastarson skoraði þá 18 stig og tók tvö fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert