Franskur leikmaður í Skagafjörðinn

Tindastóll hefur fengið franskan liðstyrk.
Tindastóll hefur fengið franskan liðstyrk. mbl.is/Óttar Geirsson

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við Frakkann Sadio Doucouré og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili.

Doucouré er 31 árs og á ættir að rekja til Malí. Hann lék síðast með Monastir í Túnis en hefur stærstan hluta ferilsins leikið í Frakklandi.

„Sadio er mikill íþróttamaður og frábær varnarmaður. Ég hreifst mikið að dugnaði hans á vellinum og þeirri orku sem hann býr yfir,“ er m.a. haft eftir Benedikt Guðmundssyni þjálfara Tindastóls í tilkynningu félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert