Stórsigur íslenska liðsins

Tómas Valur Þrastarson skoraði 17 stig.
Tómas Valur Þrastarson skoraði 17 stig. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U20 ára karlalandsliðið í körfubolta er komið í úrslitaleik um að halda sér í A-deild Evrópumótsins með stórsigri á Norður-Makedóníu, 116:87, í Sportu í Póllandi í dag. 

Ísland mætir Svartfjallalandi eða Tyrklandi í úrslitaleiknum um áframhaldandi sæti í A-deild fyrir næsta mót en neðstu þrjú liðin falla niður í B-deildina. 

Norður-Makedónía byrjaði betur og var yfir með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 20:14. Annar leikhluta var Íslands en liðið vann hann með 14 stigum og komst átta stigum yfir, 46:38. 

Íslenska liðið fór síðan hamförum í þriðja leikhluta og vann að lokum 29 stiga sigur. 

Hilmir Arnarson var langstigahæstur í íslenska liðinu með 30 stig. Þá tók hann einnig sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. 

Tómas Valur Þrastarson skoraði 17 stig og Ágúst Kjartansson 14. Daníel Ágúst Halldórsson gaf þá 12 stoðsendingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert