Stjörnurnar skoruðu lítið í stórsigri Serba

Nikola Jokic undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana.
Nikola Jokic undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana. AFP/Andrej Isakovic

Serbía fór illa með Grikkland, 94:72, í vináttulandsleik þeirra í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í körfubolta í París síðar í þessum mánuði. 

Tveir af bestu leikmönnum heims leika í sitthvoru landsliðinu. Hjá Serbíu er Nikola Jokic, leikmaður Denver Nuggets, og hjá Grikklandi er Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks. 

Þjóðirnar eru að passa upp á sínar stjörnur og spiluðu þær minna en vanalega. Jokic skoraði 16 stig fyrir Serbíu og Giannis 17 stig fyrir Grikkland. 

Grikkland mætir Kanada í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum 27. júlí en Serbía mætir Bandaríkjunum degi síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert