Tindastóll fær þrautreynda landsliðskonu

Oumoul Sarr í leik með Senegal á Afríkumóti.
Oumoul Sarr í leik með Senegal á Afríkumóti. Ljósmynd/FIBA.basketball

Oumoul Sarr, körfuknattleikskona frá Senegal með gríðarlega mikla reynslu, er gengin til liðs við Tindastól frá Sauðárkróki, nýliða í úrvalsdeild kvenna á komandi keppnistímabili.

Oumoul er landsliðskona Senegal og hefur unnið til silfurverðlauna með landsliðinu á þremur Afríkumótum, árin 2017, 2019 og 2023. Hún er orðin fertug en leikur sem framherji eða miðherji, enda hávaxin, 1,90 m á hæð.

Hún hefur leikið víða um heim, síðast með Freseras í Mexíkó og þar á undan með Bursa í Tyrklandi en einnig m.a. spænsku liðunum Gipuzkoa, Euskotren og Girona og með Tarbes í Frakklandi.

Israel Martin, þjálfari Tindastóls, segir í tilkynningu frá félaginu að Oumoul sé góð fyrirmynd sem íþróttamaður, hugsi vel um líkamann sem geri henni kleift að vera enn á fullri ferð og sé leiðtogi innan vallar sem utan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert