Fimm Valsmenn í landsliðshóp

Kristófer Acox og Kári Jónsson eru báðir í landsliðinu.
Kristófer Acox og Kári Jónsson eru báðir í landsliðinu. Eyþór Árnason

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, hefur valið æfingahóp fyrir undankeppni Evrópumótsins 2025. Fimm Valsmenn eru í hópnum, þar á meðal Kristófer Acox sem sagði í viðtali við mbl.is á dögunum að hann væri að íhuga að hætta að leika fyrir landsliðið.

Frank Aaron Booker, Hjálmar Stefánsson, Kristinn Pálsson og Kári Jónsson eru hinir Valsararnir í hópnum en hinir efnilegu Leó Curtis og Almar Orri Atlason eru einnig valdir.

Þeir leikmenn sem hafa verið boðaðir til æfinganna eru:

Martin Hermannsson, Alba Berlin, Þýskaland
Sigurður Pétursson, Keflavík
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan
Jón Axel Guðmundsson, Burgos SP, Spánn
Þórir Þorbjarnarson, Tindastóll
Elvar Már Friðriksson, Maroussi, Grikkland
Kristófer Acox, Valur
Haukur Helgi Briem Pálsson, Álftanes
Hilmar Pétursson, Munster, Þýskaland
Tryggvi Snær Hlinason, Bilbao Basket, Spánn
Styrmir Snær Þrastarson, Belfius Mons-Hainaut, Belgíu
Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll
Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan
Þorvaldur Orri Árnason, KR
Orri Gunnarsson, Stjarnan
Kristinn Pálsson, Valur
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Hamar
Hjálmar Stefánsson, Valur
Almar Orri Atlason, Bradley, USA
Tómas Valur Þrastarson, Washington State, USA
Leó Curtis, ÍR
Bjarni Guðmann Jónsson, Fort Hayes St., USA
Kári Jónsson, Valur
Dúi Þór Jónsson, Álftanes
Frank Aron Booker, Valur
Bragi Guðmundsson, Campell, USA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert