Slæmt tap íslenska liðsins

Kristófer Björgvinsson var atkvæðamikill.
Kristófer Björgvinsson var atkvæðamikill. Ljósmynd/FIBA

U18 ára karlalandslið Íslands mátti þola slæmt tap fyrir jafnöldrum sínum frá Sviss, 87:63, í fyrsta leik liðsins í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í Skopje í Norður-Makedóníu í dag. 

Riðlar mótsins eru fjórir og sex lið eru í hverjum riðli. Ísland er með Sviss, Eistlandi, Kósovó, Póllandi og Ungverjalandi í riðli. 

Svissneska liðið var með yfirhöndina allan leikinn en í hálfleik var staðan orðin 48:33 fyrir Svisslendingum. 

Svissneska liðið hélt út í seinni hálfleik og vann að lokum 24 stiga sigur.

Íslenska liðið fyrir leik.
Íslenska liðið fyrir leik. Ljósmynd/FIBA

Hjá Íslandi var Magni Þór Grissom stigahæstur með 16 stig en hann tók einnig eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. 

Kristófer Björgvinsson skoraði 13 stig, tók fjögur fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal boltanum fimm sinnum. 

Ísland mætir Eistlandi í næsta leik sínum á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert