Pólverjarnir voru of sterkir í Skopje

Viktor Lúðvíksson reynir að stöðva Tymoteusz Sternicki í leiknum í …
Viktor Lúðvíksson reynir að stöðva Tymoteusz Sternicki í leiknum í dag. Ljósmynd/FIBA

Strákarnir í U18 ára landsliði Íslands í körfuknattleik áttu aldrei möguleika gegn sterku liði Póllands í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Norður-Makedóníu í dag.

Pólverjar voru með yfirhöndina frá byrjun og staðan var 57:32 í hálfleik en íslenska liðið lagaði stöðuna eftir því sem leið á leikinn og lokatölur urðu 90:71.

Íslenska liðið er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðlinum og á eftir að mæta Kósóvó og Ungverjalandi.

Birkir Eyþórsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 15 stig, Viktor Lúðvíksson skoraði 13 og Birgir Halldórsson 10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert