Grindavík fær landsliðskonu

Sofie Tryggedsson spilar með Grindavík í vetur.
Sofie Tryggedsson spilar með Grindavík í vetur.

Grindavíkurkonur halda áfram að eflast fyrir komandi keppnistímabil í körfuboltanum því þær hafa nú fengið dönsku landsliðskonuna Sofie Tryggedsson til liðs við sig.

Sofie er 29 ára gömul og lék síðast með Melilla á Spáni en hún hefur einnig leikið með Sampaio Correa í Brasilíu, með Alcobendas á Spáni og Charleroi í Belgíu, sem og í bandaríska háskólaboltanum.

Hún er 1,83 m á hæð og leikur bæði sem framherji og skotbakvörður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert