Stórsigur strákanna í Skopje

Kristófer Björgvinsson og félagar fagna í leiknum við Kósóvó í …
Kristófer Björgvinsson og félagar fagna í leiknum við Kósóvó í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslensku strákarnir í U18 ára landsliðinu í körfubolta unnu mjög öruggan sigur á Kósóvó, 77:52, í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Norður-Makedóníu í dag.

Þeir gerðu nánast út um leikinn í fyrsta leikhluta þegar þeir komust í 25:8 en staðan var 39:27 í hálfleik. Forystan var síðan mjög örugg allan síðari hálfleikinn.

Ísland er með 4 stig eftir fjórar umferðir af fimm en Ungverjaland og Sviss eru með 6 stig hvort, Eistland 4, Pólland 2 og Kósóvó ekkert en Eistland og Pólland eiga eftir að mætast í dag.

Tvö efstu liðin fara í átta liða úrslit og spila um að fara upp í A-deildinna og næstu tvö keppa m sæti 9-16.

Viktor Lúðvíksson skoraði 20 stig og tók 9 fráköst, Magni Þór Grissom skoraði 15 stig og Birkir Eyþórsson var með 11 stig og 7 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert