Daninn áfram í Njarðvík

Ena Viso í leik með Njarðvík á síðasta tímabili.
Ena Viso í leik með Njarðvík á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

 Danski bakvörðurinn Ena Viso tekur aftur slaginn með Njarðvík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á næsta tímabili.

Ena kom til liðsins síðasta sumar og var í lykilhlutverki hjá Njarðvík sem komst alla leið í úrslitaeinvígið en tapaði þar gegn Keflavík.

Hún var með 12,8 stig, 7 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili og á leiki með danska landsliðinu.

„Viso kemur með reynslu inn í bakvarðasveitina okkar en hún ásamt Hesseldal og Dinkins leiða áfram ungan og efnilegan hóp í Njarðvík á komandi tímabili. Ég sá nokkuð til Viso á síðustu leiktíð og tel hana vera mikilvægan liðsmann fyrir komandi verkefni hjá okkur,” sagði Einar Árni Jóhannsson, nýráðinn þjálfari Njarðvíkurliðsins, í tilkynningu frá félaginu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert