Kominn aftur á heimaslóðir

Eysteinn Bjarni Ævarsson í leik með Hetti fyrir nokkrum árum.
Eysteinn Bjarni Ævarsson í leik með Hetti fyrir nokkrum árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleikslið Hattar á Egilsstöðum hefur fengið góðan liðsauka því Eysteinn Bjarni Ævarsson snýr aftur á heimaslóðirnar fyrir austan eftir að hafa leikið með Álftanesi undanfarin tvö ár.

Eysteinn lék síðast með Hetti tímabilið 2020-21 en hann hefur einnig leikið með Keflavík og Stjörnunni. Hann er 29 ára gamall framherji eða skotbakvörður, tæpir tveir metrar á hæð, og býr yfir mikilli reynslu sem ætti að nýtast liði Hattar í úrvalsdeildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert