Stúlkurnar keppa á morgun

Ísold Sævarsdóttir er í íslenska hópnum
Ísold Sævarsdóttir er í íslenska hópnum Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

U18 ára lið stúlkna í körfubolta hefur á morgun leik í B-deild á Evrópumótinu í körfubolta sem fram fer í Rúmeníu. Ísland mætir Slóvakíu í fyrsta leik liðsins en mótið er haldið í borginni Ploiesti.

„Við erum öll virikilega spennt fyrir komandi móti og undirbúningurinn búinn að vera mjög góður. Mikill stígandi er búinn að vera í liðinu síðan við komum heim af Norðurlandamótinu en það mót gaf okkur góða mynd af því sem við þyrftum að vinna í“. Sagði Halldór Karl Þórisson þjálfari Íslands við heimasíðu KKÍ.

„Ljóst er að verkefnið verður strax krefjandi þar sem við erum með góðum liðum í riðli en ef stemmingin er rétt og allar með hausinn rétt skrúfaðan á tel ég okkur eiga góða möguleiki á að komast upp úr riðlinum og berjast á toppnum“. Bætti Halldór Karl við.

Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, fer með landsliðshópnum út og dæmir á mótinu. Hægt er að fylgjast með mótinu hér!
https://www.fiba.basketball/en/events/fiba-u18-womens-eurobasket-2024-division-b


Lið Íslands er skipað eftirtöldum leikmönnum

Anna Margrét Hermannsdóttir - KR
Anna María Magnúsdóttir - KR
Bára Björk Óladóttir - Stjarnan
Elísabet Ólafsdóttir - Stjarnan
Fanney María Freysdóttir - Stjarnan
Fjóla Gerður Gunnarsdóttir - KR
Gréta Björg Melsted - Aþena
Hanna Gróa Halldórsdóttir - Keflavík
Heiðrún Hlynsdóttir - Stjarnan
Jóhanna Ýr Ágústsdóttir - Þór Þorlákshöfn
Ísold Sævarsdóttir - Stjarnan
Kolbrún María Ármannsdóttir - Stjarnan

Þjálfari: Halldór Karl Þórsson
Aðstoðarþjálfari: Auður Íris Ólafsdóttir
Aðstoðarþjálfari: Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir
FIBA dómari: Davíð Tómas Tómasson
Sjúkraþjálfari: Andri Helgason

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert