Íslensku strákarnir unnu Slóvaka

Íslensku drengirnir fagna sigrinum í dag
Íslensku drengirnir fagna sigrinum í dag Ljósmynd/FIBA

Landslið Íslands skipað leikmönnum átján ára og yngri lagði Slóvakíu að velli á Evrópumóti U18 ára landsliða sem fram fer í Norður-Makedóníu. Lokatölur urðu 75:57 fyrir Ísland.

Selfyssingurinn Birkir Hrafn Eyþórsson var stigahæstur íslenska liðsins með tuttugu stig ásamt því að taka níu fráköst. Ásmundur Múli Ármannsson skoraði tólf stig og Lars Erik Bragason og Lúkas Aron Stefánsson tíu stig hvor.

Ísland spilar um sæti 9-12 á mótinu en í ljós kemur síðar í dag hvort næsti leikur verði gegn Noregi eða Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert