Kemur frá Spáni til að þjálfa bróður sinn

David Guardia er leikmaður Hattar og nú kemur bróðir hans …
David Guardia er leikmaður Hattar og nú kemur bróðir hans í þjálfarateymi liðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spánverjinn Salva Guardia hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari körfuknattleiksliðs Hattar á Egilsstöðum til tveggja ára.

Hann verður þar við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar sem þjálfar Hattarliðið áfram og kemur í stað Jóhanns Árna Ólafssonar sem hafði ráðið sig til Hattar en varð síðan að hætta við að fara austur.

Guardia er með góða tengingu við lið Hattar því bróðir hans, David Guardia, er leikmaður Hattar.

Salva Guardia lék sjálfur lengi í efstu deild á Spáni og hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari og yfirmaður körfuknattleiksmála hjá Fuenlabrada.

Höttur leikur áfram í úrvalsdeildinni en liðið hafnaði í áttunda sæti síðasta vetur og komst í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val í fyrstu umferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert