Stúlkurnar töpuðu fyrsta leiknum

Kolbrún Ármannsdóttir sækir að körfu Slóvaka í dag en hún …
Kolbrún Ármannsdóttir sækir að körfu Slóvaka í dag en hún skoraði 18 stig. Ljósmynd/FIBA

Íslenska stúlknalandsliðið í körfuknattleik, 18 ára og yngri, tapaði í dag fyrsta leik sínum í B-deild Evrópukeppninnar í Rúmeníu þegar það mætti þar liði Slóvakíu.

Eftir miklar sveiflur höfðu Slóvakar betur, 69:61, en íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og komst í 25:10 í fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 45:33, Íslandi í hag, en í seinni hálfleik seig á ógæfuhliðina og liðið skoraði aðeins sextán stig í viðbót.

Kolbrún Ármannsdóttir skoraði 18 stig og tók 10 fráköst, Ísold Sævarsdóttir skoraði 14 stig og Elísabet Ólafsdóttir 8.

Ísland mætir Austurríki í öðrum leik sínum á sunnudaginn en Austurríki tapaði fyrir Tékklandi, 80:69, í fyrstu umferðinni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert