Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri hafnaði í 12. sæti í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Norður-Makedóníu.
Ísland tapaði fyrir Írlandi, 83:62, í leiknum um 11. sætið í dag. Írska liðið var með 43:30 forskot í hálfleik og tókst Íslandi ekki að jafna í seinni hálfleik.
Magni Thor Grissom, sem á íslenska móður og bandarískan föður, skoraði 16 stig fyrir Ísland. Viktor Jónas Lúðvíksson og Birkir Eyþórsson komu næstir með níu stig hvor.