Íslenskur sigur eftir framlengda æsispennu

Kolbrún María Ármannsdóttir lék vel í dag.
Kolbrún María Ármannsdóttir lék vel í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U18 ára landslið stúlkna í körfubolta vann jafnaldra sína frá Austurríki, 89:88, eftir framlengingu og mikla spennu í öðrum leik sínum í B-deild Evrópumótsins í Ploiesti í Rúmeníu í dag.

Ísland var með 76:73 forskot þegar Sina Hollerl skoraði þriggja stiga körfu og tryggði Austurríki framlengingu. Þar reyndist íslenska liðið sterkara og vó þriggja stiga karfa frá Báru Óladóttur þungt er hún kom Íslandi í 89:82 skömmu fyrir leikslok.

Liðsfélagi hennar Kolbrún María Ármannsdóttir var stigahæst hjá íslenska liðinu með 25 stig og Anna María Magnúsdóttir úr KR gerði 20. Jóhanna Ýr Ágústsdóttir úr Hamri/Þór og Fjóla Gerður Gunnarsdóttir úr KR komu næstar með 13.

Ísland tapaði fyrir Slóvakíu í fyrsta leik og er því með einn sigur og eitt tap. Liðið leikur við Tékkland í næsta leik á miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert