Lykilmaður yfirgefur Krókinn

Callum Lawson er farinn frá Tindastóli.
Callum Lawson er farinn frá Tindastóli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enski körfuknattleiksmaðurinn Callum Lawson hefur yfirgefið Tindastól en hann lék með liðinu á síðustu leiktíð.

Hann greinir sjálfur frá tíðindunum á samfélagsmiðlum.

Körfuknattleiksunnendur á Íslandi þekkja Lawson vel því hann kom fyrst til Íslands árið 2020 er hann samdi við Keflavík. Hann hefur einnig leikið með Þór frá Þorlákshöfn og Val.

Varð hann Íslandsmeistari með tveimur síðastnefndu liðunum, áður en hann samdi við Tindastól. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert