Arnór Tristan til Spánar

Arnór Tristan í baráttunni með Grindavík.
Arnór Tristan í baráttunni með Grindavík. mbl.is/Óttar

Arnór Tristan Helgason hefur ákveðið að söðla um og halda til Tenerife þar sem hann mun leika körfubolta með CB 1939 Canarias.

Arnór mun leika fyrir varaliðið í EBA deildinni en liðið verður aðeins skipað ungum og efnilegum leikmönnum fæddum á árunum 2005-2008 sem forsvarsmenn liðsins telja að eigi möguleika á að spila fyrir aðalliðið í náinni framtíð.

Þetta tilkynnir Helgi Jónas Guðfinnsson, faðir Arnórs á facebook.

Aðallið CB 1939 Canarias leikur í spænsku ACB deildinni, einni þeirri sterkustu í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert