Stórleikur Jókersins sendi Serba áfram

Nikola Jokic fór mikinn gegn Ástralíu.
Nikola Jokic fór mikinn gegn Ástralíu. AFP/Luis Tato

Serbía er komin í undanúrslit í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Ástralíu, 95:90, í dag. 

Serbía mætir því annaðhvort stjörnuliði Bandaríkjanna eða Brasilíu í undanúrslitum. 

Ástralía fór mun betur af stað og var 14 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 31:17. 

Serbar komu sér hægt og rólega inn í leikinn en þriðji leikhluti var eign serbneska liðsins. Þar skoraði Serbía 25 stig gegn 11 stigum Ástralíu og komst yfir, 67:65. 

Ástralía vann síðasta leikhluta með tveimur stigum, jafnaði metin. 83:83, og því þurfti framlengingu. 

Þar var Serbía mun sterkari og vann að lokum fimm stiga sigur. 

Nikola Jokic fór á kostum í liði Serba og skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Bogdan Bogdanovic skoraði þá 17 stig. 

Hjá Ástralíu skoraði Patty Mills 26 stig og Josh Giddey 25. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert