Tékkneska liðið of sterkt

Anna Magnúsdóttir skoraði 14 stig.
Anna Magnúsdóttir skoraði 14 stig. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U18 ára kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola tap fyrir jafnöldrum sínum frá Tékklandi, 71:62, í B-deild Evrópumótsins í Ploiesti í Rúmeníu í kvöld. 

Íslenska liðið hafnar þar með í þriðja sæti í riðlinum og mun keppa um 9. - 18. sætið. 

Kolbrún María Ármannsdóttir og Ísold Sævarsdóttir skoruðu 15 stig fyrir Ísland. Þá skoraði Anna Magnúsdóttir 14 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert