Íslenska U16 ára landslið drengja sigraði Kýpur, 76:60, í B-deild á Evrópumótinu í í Skopje í Makedóníu í dag.
Ísland er í fjórða sæti í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið er í riðli með Hollandi, Lúxemborg, Svartfjallalandi og Tékklandi.
Ísland var yfir í fyrsta leikhluta, 21:16, og var með yfirburði í öðrum leikhluta en liðið skoraði 19 stig en fékk aðeins 6 stig á sig. Staðan í hálfleik var 40:22 fyrir Íslandi og Ísland var aftur betra liðið í þriðja leikhluta en Kýpur minnkaði muninn í 60:38. Kýpur kom af krafti inn í fjórða leikhluta en Ísland hélt út og vann að lokum 76:60.
Leó Steinsen var atkvæðamestur með níu stig, átta fráköst, tvær stoðsendingar og tvo stolna bolta og Patrik Birmingham og Sturla Böðvarsson voru stigahæstir með 12 stig.