Svekkjandi tap gegn Lúxemborg

Jakob Leifsson var atkvæðamestur í dag.
Jakob Leifsson var atkvæðamestur í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára lið drengja í körfubolta tapaði, 87:80, gegn Lúxemborg í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Makedóníu í dag.

Íslenska liðið byrjaði vel og var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Lúxemborg náði að jafna undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 40:40 í hálfleik.

Ísland skoraði 20 stig gegn 17 stigum Lúxemborgar í þriðja leikhluta en Lúxemborg sneri taflinu við í fjórða leikhluta og sigraði, 87:80.

Jakob Leifsson var atkvæðamestur fyrir Ísland í dag með 22 stig, 5 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Patrik Birmingham var næstur með 19 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert