Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Marcus Brown er genginn til liðs við Þór Þorlákshöfn.
Brown er 26 ára bakvörður sem er einnig með ítalskt vegabréf.
Hann skoraði tæp 20 stig og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali í leik með Virtus Ragusa í ítölsku B2-deildinni á síðustu leiktíð.