Danielle æfir með íslenska landsliðinu

Danielle Rodriguez í leik með Grindavík á síðasta tímabili.
Danielle Rodriguez í leik með Grindavík á síðasta tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

Danielle Rodriguez, er á meðal þeirra 18 leikmanna sem eru hluti af æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik.

Rodriguez er fædd í Bandaríkjunum en hlaut íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs og er því gjaldgeng í íslenska landsliðið.

Á árunum 2016 til 2024 lék hún með Stjörnunni, KR og loks Grindavík hér á landi ásamt því að þjálfa hjá Stjörnunni og vera aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Einnig þjálfaði hún U16-ára landslið Íslands í kvennaflokki og var aðstoðarþjálfari U20-ára kvennalandsliðsins.

Gekk Rodriguez svo til liðs við Fribourg í Sviss fyrr í sumar.

Íslenska liðið æfir um þessar mundir hér á landi en æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir síðustu leikina í undankeppni EM 2025 sem verða spilaðir í nóvember og febrúar.

Leikmennirnir 18 sem taka þátt í landsliðsæfingunum eru:

Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík

Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík

Anna Ingunn Svansdóttir, Keflavík

Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík

Anna Lára Vignisdóttir, Keflavík

Danielle Rodriguez, Fribourg (Sviss)

Isabella Ósk Sigurðardóttir, Grindavík

Sólrún Gísladóttir, Haukum

Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum

Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Haukum

Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum

Kolbrún María Ármannsdóttir, Stjörnunni

Ísold Sævarsdóttir, Stjörnunni

Diljá Ögn Lárusdóttir, Stjörnunni

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Val

Ásta Júlía Grímsdóttir, Val

Eva Wium, Þór Akureyri

Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, Hamar/Þór

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert