Grátlegt tap í fyrsta leik

Hulda María Agnarsdóttir var stigahæst hjá Íslandi með 13 stig.
Hulda María Agnarsdóttir var stigahæst hjá Íslandi með 13 stig. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola tap fyrir jafnöldrum sínum frá Bosníu, 74:72, í fyrsta leik liðsins í B-deild Evrópumótsins í Konya í Tyrklandi í dag. 

Ísland og Bosnía eru með Litháen, Eistlandi og Bretlandi í riðli en næsti leikur Íslands er gegn Eistlandi á morgun. 

Bosnía var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir með 29 stigum í hálfeik, 50:21. 

Íslenska liðið var allt annað í seinni hálfleik. Ísland vann þriðja leikhluta með ellefu stigum og fjórða með sextán stigum. Það dugði hins vegar ekki og vann Bosnía að lokum tveggja stiga sigur. 

Hulda María Agnarsdóttir skoraði 13 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði Íslands. 

Þá skoraði Rebekka Rut Steingrímsdóttir tíu stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert