Ísland upp um eitt sæti á heimslistanum

Elvar Már Friðriksson er lykilmaður í íslenska landsliðinu í körfuknattleik.
Elvar Már Friðriksson er lykilmaður í íslenska landsliðinu í körfuknattleik. Ljósmynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIBA sem var gefinn út í vikunni og er nú í 48. sæti.

Ísland stendur í stað á styrkleikalista Evrópuþjóða þar sem liðið er í 24. sæti.

Ólympíumeistarar Bandaríkjanna eru sem fyrr í efsta sæti heimslistans á meðan Serbía, sem vann til bronsverðlauna, fer upp í annað sæti.

Heimsmeistarar Þýskalands halda kyrru fyrir í þriðja sæti á meðan Frakkland, sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í París, fer upp í fjórða sæti.

Kanada er komið upp í fimmta sæti og Spánn fer niður um fjögur sæti og er nú í sjötta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert