Endurkomusigur íslenska liðsins

Sara Björk Logadóttir reyndist íslenska liðinu drjúg.
Sara Björk Logadóttir reyndist íslenska liðinu drjúg. Ljósmynd/FIBA

U18 ára kvennalandslið Íslands vann sterkan endurkomu sigur á jafnöldrum sínum frá Eistlandi, 79:76, á Evrópumótinu í Konya í Tyrklandi í dag. 

Var sigurinn jafnframt sá fyrsti hjá íslenska liðinu á Evrópumótinu en í gær tapaði Ísland naumlega fyrir Bosníu. 

Þá eru Litháen og Bretland einnig með í riðlinum. Ísland mætir næst Litháen á morgun. 

Eistneska liðið var átta stigum yfir í hálfeik, 38:30, en Ísland minnkaði forskotið í þrjú stig í þriðja leikhluta, 53:56. 

Íslenska liðið var svo sterkara í fjórða leikhluta og vann hann með sex stigum. 

Rebekka Rut Steingrímsdóttir var frábær í liði Íslands en hún skoraði 19 stig, tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar. 

Sara Björk Logadóttir skoraði þá 13 stig, tók ellefu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert