Íslensku strákarnir sterkari en þeir dönsku

Patrik Joe Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu.
Patrik Joe Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára landslið drengja hafði betur gegn jafnöldrum sínum í því danska, 69:56, í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Norður-Makedóníu í dag.

Ísland var með 32:28 forskot í hálfleik, hélt áfram að bæta í forystuna í seinni hálfleik og var sigurinn að lokum öruggur.

Njarðvíkingurinn Patrik Joe Birmingham skoraði 16 stig fyrir íslenska liðið og Róbert Nói Óskarsson, sem er í Lake Highland skólanum í Bandaríkjunum, gerði 12 stig.

Með sigrinum tryggði Ísland sér leik við Austurríki um 13. sæti mótsins á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert