Magnaður fyrsti leikhluti íslenska liðsins

Íslenska drengjalandsliðið gerði vel í dag.
Íslenska drengjalandsliðið gerði vel í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára karlalandsliðið hafði betur gegn jafnöldrum sínum frá Austurríki, 76:65, í leiknum um 13. sætið í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Norður-Makedóníu í dag. 

Ísland hafnar því í 13. sæti en fyrsti leikhluti liðsins var magnaður. Ísland skoraði 27 stig gegn átta stigum Austurríks og setti tóninn. 

Austurríska liðið reyndi hvað það gat til að koma til baka eftir fyrsta leikhlutann en munurinn var orðinn of mikill. 

Leó Steinsen skoraði 14 stig fyrir Ísland en hann tók einnig sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. 

Marinó Gregers Oddgeirsson skoraði þá 14 stig og tók sjö fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert