Körfuknattleiksdeild Vals hefur komist að samkomulagi við þrjá lykilmenn karlaliðsins um að þeir leiki áfram með liðinu næstu tvö tímabil.
Kristinn Pálsson, Hjálmar Stefánsson og Frank Aron Booker eru allir búnir að skrifa undir nýja samning hjá Íslandsmeisturunum sem gilda til sumarsins 2026.
Allir léku þeir stórt hlutverk þegar Valur vann annan Íslandsmeistaratitil sinn á þremur árum síðastliðið vor.