Þakkar dómaranum fyrir tæknivilluna

Caitlin Clark í leiknum í nótt.
Caitlin Clark í leiknum í nótt. AFP/Chet White

Körfuboltastjarnan Caitlin Clark fékk tæknivillu í sigri Indiana Fever á Seattle Storm í WNBA deildinni í körfubolta í nótt. Clark sagði dóminn hafa kveikt á henni.

Clark hefur þegar slegið metið fyrir flestar stoðsendingar hjá nýliða og einnig metið fyrir flestar stoðsendingar í einum leik (19. innsk.). Clark hefur þó einnig verið dugleg að krækja í tæknivillur en hún fékk sína fimmtu tæknivillu fyrir að kýla stoðir undir körfunni í ergelsi eftir misheppnað skot.

„Ég fékk tæknivillu fyrir að vera fúl út í sjálfa mig, dómarinn sagði að ég hefði sýnt óíþróttamannslega hegðun. Ég er keppnismanneskja og fannst ég eiga að hitta betur“, sagði Clark og bætti brosandi við að tæknivillan hefði ýtt henni áfram og liðið hefði spilað betur eftir dóminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert