Snúa heim í uppeldisfélagið

Gunnar Ólafsson, Borche Ilievski þjálfari og Arnþór Freyr Guðmundsson.
Gunnar Ólafsson, Borche Ilievski þjálfari og Arnþór Freyr Guðmundsson. Ljósmynd/Fjölnir

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við leikmennina Gunnar Ólafsson og Arnþór Frey Guðmundsson um að leika með liðinu í 1. deild á komandi tímabili. Báðir eru þeir uppaldir hjá félaginu.

Gunnar kemur frá Fryshuset í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil og Arnþór Freyr frá Stjörnunni þar sem hann hefur leikið frá árinu 2015.

Gunnar hefur áður leikið með Stjörnunni og Keflavík hér á landi og Arnþór Freyr hefur einnig leikið með Tindastóli. Báðir léku þeir þá um stund í spænsku B-deildinni.

Fjölnir er stórhuga fyrir komandi tímabil þar sem Sæþór Elmar Kristjánsson gekk til liðs við félagið frá Hetti í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert