Stúlkurnar töpuðu gegn Portúgal

Þórey Tea Þorleifsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag.
Þórey Tea Þorleifsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum sextán ára og yngri töpuðu 88:53 gegn Portúgal á Evrópumótinu í Konya í Tyrklandi í dag. Þetta var fyrsti leikur liðsins í umspili um níunda til sextánda sæti á mótinu.

Staðan í hálfleik var 42:32 Portúgal í vil en munurinn jókst hægt og sígandi þegar leið á síðari hálfleikinn og leiknum lauk með 25 stiga sigri Portúgal. Úrslitin þýða að Ísland leikur um þrettánda til sextánda sæti á mótinu.

Þórey Tea Þorleifsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með ellefu stig en hún gaf tvær stoðsendingar að auki. Inga Lea Ingadóttir skoraði tíu stig og gaf þrjár stoðsendingar og Sara Björk Logadóttir skoraði einnig tíu stig og tók fjögur fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert