Ísland afgreiddi Úkraínu í þriðja leikhluta

Sara Björk Logadóttir var atkvæðamikil.
Sara Björk Logadóttir var atkvæðamikil. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára kvennalandsliðið hafði betur gegn jafnöldrum sínum frá Úkraínu, 65:43, í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í Konya í Tyrklandi í dag. 

Ísland mun því keppa við Bosníu eða Búlgaríu um 13. sætið á mótinu. 

Íslenska liðið fór vel af stað og var átta stigum yfir í hálfleik, 32:24. Þriðji leikhluti Íslands var hins vegar frábær og vann liðið hann með 18 stigum, 24:6. 

Sara Björk Logadóttir skoraði 18 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Þá skoraði Rebekka Rut Steingrímsdóttir 15 stig fyrir Ísland, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

Rebekka Rut Steingrímsdóttir átti frábæran leik.
Rebekka Rut Steingrímsdóttir átti frábæran leik. Ljósmynd/FIBA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert