Körfuboltamaðurinn Leó Curtis hefur samið við Cats Academy prep school í Bandaríkjunum og mun spila með þeim á næsta tímabili.
Leó var í lykilhlutverki hjá ÍR á síðasta tímabili þrátt fyrri að vera aðeins 19 ára gamall og var með 15 stig og 9 fráköst að meðaltali í leik auk þess að eiga frábæra úrslitakeppni.
Hann hefur æft körfubolta í einungis fjögur ár en hefur vakið athygli fyrir utan landssteinana og átti flott mót á Norðurlandamóti U20 ára í sumar með íslenska landsliðinu.