Landsliðskonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Sara Líf Boama hafa allar framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Vals og leika áfram með liðinu á komandi tímabili.
Eru þær allar í lykilhlutverki hjá Val og er um góðar fréttir fyrir liðið að ræða. Valur tapaði fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.
Síðan þá hefur Kanadamaðurinn Jamil Abiad tekið við liðinu af Hjalta Vilhjálmssyni, en hann er 33 ára og í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi.