Góðar fréttir fyrir Val

Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikur áfram með Val.
Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikur áfram með Val. Kristinn Magnússon

Landsliðskonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Sara Líf Boama hafa allar framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Vals og leika áfram með liðinu á komandi tímabili.

Eru þær allar í lykilhlutverki hjá Val og er um góðar fréttir fyrir liðið að ræða. Valur tapaði fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.

Síðan þá hefur Kanadamaðurinn Jamil Abiad tekið við liðinu af Hjalta Vilhjálmssyni, en hann er 33 ára og í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert