„Sem betur fer er veðrið búið að vera alveg glatað“

Kristófer Acox hefur Íslandsbikarinn á loft í maí.
Kristófer Acox hefur Íslandsbikarinn á loft í maí. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristófer Acox, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfuknattleik, meiddist illa á hné þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af oddaleik Vals og Grindavíkur í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins á Hlíðarenda hinn 29. maí.

Vinstri hnéskelin fór í tvennt hjá Kristófer og þá slitnaði sin í hnénu í þokkabót en þrátt fyrir áfallið tókst Valsmönnum að vinna oddaleikinn, 80:73, og Íslandsbikarinn fór því á loft á Hlíðarenda í fjórða sinn í sögu félagsins.

Framherjinn hefur þurft að gangast undir þrjár aðgerðir í sumar vegna meiðslanna, en hann gekk til liðs við Valsmenn frá uppeldisfélagi sínu KR og hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari.

Sjaldan verið í betra formi

Kristófer hefur sinnt endurhæfingunni vel í sumar.

Ég gerði mér grein fyrir því, um leið og ég meiddist, að þetta myndi taka tíma. Ég var því staðráðinn í að sinna þessu almennilega og koma sterkari til baka. Það er mjög auðvelt að sinna svona meiðslum með hálfum hug en það kemur bara niður á manni sjálfum. Ég er líka aðeins byrjaður að dripla bolta líka, þannig að ég hef verið mjög duglegur og samviskusamur í sumar. Sem betur fer er veðrið búið að vera alveg glatað, þannig að mér líður ekki eins og ég hafi verið að missa af miklu.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert