Körfuknattleiksdeild Þórs frá Þorlákshöfn hefur samið við franska bakvörðinn Franck Kamgain um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili.
Kamgain lék með nágrönnunum í Hamri úr Hveragerði á síðasta tímabili þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni.
„Franck er frábær varnarmaður og einn af bestu mönnum í deildinni á opnum velli,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild félagsins.