Körfuknattleiksmaðurinn Björgvin Hafþór Ríkharðsson er genginn í raðir Grindavíkur að nýju eftir tveggja ára dvöl hjá Skallagrími.
Björgvin Hafþór lék áður með Grindavík frá 2019 til 2022 og hefur þar áður leikið með Fjölni, ÍR og Tindastóli á ferlinum.
Hann er þrítugur bakvörður sem er 195 sentimetrar á hæð.