Hannes Ingi Másson hefur skrifað undir nýjan samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og leikur því áfram með uppeldisfélaginu á komandi tímabili.
Hannes Ingi er 28 ára gamall framherji frá Hvammstanga sem hefur leikið með Tindastóli allan sinn meistaraflokksferil.
„Ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímabili, mér líst vel á nýja þjálfara og hópinn sem við erum með,“ sagði Hannes Ingi í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls.