Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur í nógu að snúast en tilkynnt hefur verið um þriðja leikmanninn sem semur við karlaliðið í dag.
Bandaríkjamaðurinn Jase Febres er nýjasti leikmaðurinn. Hann er 25 ára gamall bakvörður sem kemur frá Santeros de Aguada í Púertó Ríkó.
Áður hefur Febres, sem á ættir að rekja til til Púertó Ríkó, leikið með Cariduros de Fajardo þar í landi og Soles de Mexicali í mexíkósku deildinni.
Hann lék með Texas Longhorns í bandaríska háskólaboltanum um fimm ára skeið, sem lék í Big12 deildinni, einni sterkustu D1-deildinni í háskólaboltanum vestanhafs.
Áður hafði Stjarnan tilkynnt um komu Viktors Jónasar Lúðvíkssonar og Shaquille Rombley í dag.