Landsliðsþjálfarinn gerði allt vitlaust

Sehmus Hazer berst við Elvar Má Friðriksson í landsleik Íslands …
Sehmus Hazer berst við Elvar Má Friðriksson í landsleik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2025. Ljósmynd/FIBA

Landsliðsþjálfari Tyrkja í körfubolta fær ekki að velja leikmenn frá Fenerbache eftir að hafa reitt forsvarsmenn félagsins til reiði.

Ergin Ataman þjálfar landslið Tyrklands en að auki er hann þjálfari gríska liðsins Panathinaikos. Ataman er stuðningsmaður Galatasaray, erkifjenda Fenerbache, og eftir æfingaleik Panathinaikos og Galatasaray lyfti þjálfarinn þremur fingrum á annarri hendi og einum á hinni.

Var það tilvísun í 3:1-sigur Galatasaray á Fenerbache í tyrkneska fótboltanum en þessu höfðu forsvarsmenn Fenerbache ekki húmor fyrir og neita að senda leikmenn sína í landsliðsverkefni á meðan Ataman þjálfar landsliðið.

Ataman hefur beðist afsökunar á framferði sínu en næstu leikir landsliðsins eru í nóvember. Forvitnilegt verður að sjá hvort Fenerbache-menn standi við stóru orðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert