Rose leggur skóna á hilluna

Derrick Rose er hættur í körfubolta.
Derrick Rose er hættur í körfubolta. AFP

Derrick Rose hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika körfubolta. Rose er yngsti leikmaður í sögu NBA til að vera valinn leikmaður ársins.

Rose, sem er 35 ára gamall, tilkynnti ákvörðun sína á samfélagsmiðlum og með auglýsingum í staðarblöðum borganna sem hann spilaði í: Chicago, New York, Cleveland, Memphis, Minneapolis og Detroit.

Rose var valinn besti leikmaður deildarinnar árið 2011, þá 22 ára gamall þegar hann leiddi Chicago Bulls til besta árangurs NBA deildarinnar á tímabilinu. Einstakir hæfileikar hans og hraði í sterku varnarliði Bulls gerðu hann að einum vinsælasta leikmanni deildarinnar en hann skoraði 25 stig að meðaltali í leik það tímabilið.

Rose sleit krossband árið eftir í úrslitakeppninni og varð aldrei sami leikmaður aftur. Þrátt fyrir það spilaði hann þrettán ár í viðbót í deildinni.

View this post on Instagram

A post shared by Derrick Rose (@drose)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert