Dikembe Mutombo er látinn

Mutombo og Michael Jordan.
Mutombo og Michael Jordan. AFP/Jeff Haynes

Körfuknattleiksmaðurinn fyrrverandi Dikembe Mutombo er látinn en hann lést í dag úr krabbameini í heila. Kongómaðurinn var einn besti varnarmaður NBA-deildarinnar um árabil en hann varð 58 ára gamall.

Mutombo lék meðal annars fyrir Denver Nuggets, Atlanta Hawks og Philadelpia 76'ers á átján ára ferli sínum í NBA deildinni en hann hætti árið 2009.

Hann var valinn besti varnarmaður deildarinnar fjórum sinnum, var valinn í lið ársins þrisvar og spilaði átta sinnum í Stjörnuleik deildarinnar.

Mutombo er í tuttugasta sæti yfir flest fráköst í sögu deildarinnar og annar yfir flest varin skot á eftir Hakeem Olajuwon. Hann varð meðlimur af frægðarhöll bandaríska körfuboltans árið 2015.

Dikembe Mutombo er látinn 58 ára að aldri.
Dikembe Mutombo er látinn 58 ára að aldri. AFP/Marwan Naamani
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert